Jójó [1] (1971-72)

Hljómsveit sem bar nafnið Jójó var skólahljómsveit í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1971-72. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Björnsson (Siggi Björns) gítarleikari, Benedikt Helgi Benediktsson trommuleikari og Ísólfur Gylfi Pálmason bassaleikari (síðar alþingismaður). Sveitin starfaði aðeins þennan eina vetur þrátt fyrir áætlanir um lengra samstarf.

Check mate (1967)

Hljómsveitin Check mate (Checkmate) var skipuð ungum tónlistarmönnum og var starfandi árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Jónsson söngvari, Benedikt H. Benediktsson trommuleikari, Kristinn Magnússon gítarleikari, Skúli J. Björnsson gítarleikari og Guðjón Sigurðsson gítarleikari. Vilhjálmur Guðjónsson mun einnig hafa komið við sögu þessarar sveitar en aðrar upplýsingar finnast ekki um hana.

Martröð [1] (1969-70)

Hljómsveitin Martröð úr Reykjavík starfaði fyrir og um 1970 (nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir) og keppti sumarið 1969 í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli án þess að afreka þar nokkuð. Þar hafði sveitin ætlað að skrá sig til leiks undir nafninu Guðspjöll en var hafnað og því notuðu þeir Martraðar-nafnið. Meðlimir sveitarinnar…

Rassar (1969-70 / 2019-)

Hljómsveitin Rassar var skólahljómsveit Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði veturinn 1969-70. Rassar var tríó, skipað þeim Rúnari Þór Péturssyni, Agli Ólafssyni og Benedikt Helga Benediktssyni. Ekki liggur fyrir hvernig hljóðfæraskipanin var utan þess að Benedikt lék á trommur, líklegast lék Rúnar Þór á gítar og Egill á bassa. Þeir Rassar fóru ekki alltaf eftir reglum…