Jójó [1] (1971-72)
Hljómsveit sem bar nafnið Jójó var skólahljómsveit í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1971-72. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Björnsson (Siggi Björns) gítarleikari, Benedikt Helgi Benediktsson trommuleikari og Ísólfur Gylfi Pálmason bassaleikari (síðar alþingismaður). Sveitin starfaði aðeins þennan eina vetur þrátt fyrir áætlanir um lengra samstarf.



