Birgir Gunnlaugsson (1956-)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, m.a. starfrækt hljómsveit í eigin nafni og komið á fót krakkasönghópnum Rokklingunum sem naut mikillar hylli um og upp úr 1990. (Gunnlaugur) Birgir Gunnlaugsson er fæddur 1956 og var snemma farinn að syngja og spila á gítar. Hann lék með fjölda sveita s.s. Fjörkum, Tríói…

BG-útgáfan [útgáfufyrirtæki] (1985-91)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson rak um nokkurt skeið blómlega plötuútgáfu í Skeifunni undir merkjum BG-útgáfunnar sem hafði m.a. Rokklingana á sínum snærum. Þótt Rokklinga-ævintýrið hafi ekki byrjað fyrr en 1989 hafði hann gefið út áður tvær plötur með eigin hljómsveit, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar en sú fyrri kom út 1985, þær fengu útgáfunúmerin BG 001 og BG…