Pýþagóras (1994-95)

Hljómsveitin Pýþagóras starfaði á höfuðborgarsvæðinu fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar og keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en hún keppti í Músíktilraunum vorið 1994 og spilaði þar eins konar fönkrokk, þá eru sagðir vera í sveitinni Birgir Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hlynur Rúnarsson trommuleikari og söngvari og Einar…

Panorama (1996-98)

Hljómsveitin Panorama starfaði á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið rétt fyrir aldamótin síðustu. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Panorama var stofnuð en hún vakti fyrst athygli þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996. Meðlimir sveitarinnar voru þá Birgir Hilmarsson söngvari og gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Nói Steinn Einarsson trommuleikari. Sveitin hafði ekki erindi…

Sinn Fein [2] (1999)

Hljómsveitin Sinn Fein (Sinnfein) var starfandi 1999 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar það vorið. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Hilmarsson gítarleikari, söngvari og forritari (Ampop o.fl.), Nói Steinn Einarsson trommuleikari (Ampop, Leaves o.fl.) og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari en þeir höfðu áður skipað hljómsveitina Panorama sem strangt til tekið er sama sveit. Sveitin komst í úrslit…