Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar (1958)

Lítið er vitað um Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar sem lék á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í febrúar árið 1958. Þó liggur fyrir að Bjarni Guðmundsson er sá hinn sami og kallaði sig Barrelhouse Blackie og kom fram á þessum árum í gervi þeldökks manns og söng þekkt rokklög, Bjarni söng síðar þessa sama ár (1958)…

Barrelhouse Blackie (1957-60)

Söngvarinn Bjarni Guðmundsson kom fram í fjölmörg skipti á árunum 1957 til 60 undir aukasjálfinu Barrelhouse Blackie. Bjarni, sem kom úr Hafnarfirðinum var sjómaður og hafði eitthvað sungið með hljómsveitum, á rokkskemmtun haustið 1957 kom hann hins vegar í fyrsta skipti fram sem Barrelhouse Blackie en í því gervi málaði hann sig svartan í framan…

Sero (1958-60)

Upplýsingar um hljómsveit sem kallaðist Sero (einnig nefnd Seró) og starfaði í kringum 1960, eru afar takmarkaðar. Ekkert er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en Þórunn Árnadóttir söng meða henni haustið 1958, og Bjarni Guðmundsson (Barrelhouse Blackie) árið 1959 en það sumar lék sveitin á böllum á landsbyggðinni, mestmegnis um sunnan- og austanvert…

Baddi á Hól

Baddi á Hól (hugsanlega hét hann Bjarni Guðmundsson og var frá Hóli í Hafnarfirði) var ungur rokksöngvari á síðari hluta sjötta áratugar tuttugustu aldar sem sérhæfði sig í að stæla Jerry Lee Lewis, hann er t.a.m. auglýstur sem skemmtiatriði á árshátíð haustið 1959 en annars er litlar heimildir um hann að finna.

Úr einu í annað

Olga vocal ensemble – Olga vocal ensemble Olga vocal ensemble OVE001 (2014) Íslensk/hollensk/rússneski söngkvintettinn Olga vocal ensemble hefur verið starfandi frá 2012 í Utrecht í Hollandi en þar hafa þeir félagar verið í söngnámi undanfarið undir handleiðslu Jóns Þorsteinssonar. Íslendingarnir voru upphaflega þrír fimmtu Olgu vocal ensemble en fækkað hefur um einn þeirra og er…