Funkstrasse (1991-97)

Hljómsveitin Funkstrasse (einnig ritað Funkstraße / Fönkstrasse) lífgaði töluvert upp á músíklíf höfuðborgarsvæðisins á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin var angi af rokksveitinni Ham, eins konar diskóarmur sveitarinnar ef svo mætti að orði komast. Sveitin var þannig náskyld Jazzhljómsveit Konráðs Bé sem hafði svipuðu hlutverki að gegna litlu fyrr en í þeim báðum gegndu…

Drulla [1] (1991)

Pönksveitinni Drullu var aldrei hugað langt líf enda hliðarspor og einkaflipp nokkurra tónlistarmanna úr rokk- og pönkgeiranum. Meðlimir Drullu voru Ham-liðarnir Óttarr Proppé og Björn Blöndal, Ari Eldon og Örn Arnarson. Óttarr var söngvari sveitarinnar og gekk þarna undir nafninu Olli orgari en ekki er ljóst á hvaða hljóðfæri hinir þrír skiptu sér, þeir Alí…