Hátveiro (2012-15)

Hljómsveitin Hátveiro (H2O) starfaði um nokkurra ára skeið á öðrum áratug þessarar aldar og kom fram á nokkrum tónleikum á því tímabili. Hátveiro var stofnuð árið 2012 í því skyni að flytja tónlist bresku hljómsveitarinnar Genesis en upphaflega skipan sveitarinnar var Björn Erlingsson bassaleikari, Jósep Gíslason hljómborðsleikari og Árni Steingrímsson gítarleikari en fljótlega bættust í…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Íslandssjokkið (1982-84)

Á fyrstu Músíktilraununum (1982) kom fram hljómsveit sem bar nafnið Íslandssjokkið. Um var að ræða kvartett, tveir kassagítarar, þverflauta og kontrabassi en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sveitina. 1983 og 84 kom þjóðlagatengd sveit undir nafninu Guðjón Guðmundsson og Íslandssjokkið fram nokkrum sinnum, m.a. á vísnakvöldi og fullveldishátíð Háskóla Íslands. Engar upplýsingar liggja heldur…