Söngfélag Ísfirðinga (1876-1906)

Söngfélag Ísfirðinga eða Söngfélag Ísafjarðar var eitt eða fleiri söngfélag/kór sem starfaði í kringum aldamótin 1900 á Ísafirði, ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða nokkur söngfélög sem störfuðu hvert í kjölfar annarra en heimildir eru margar fremur misvísandi og vísa sumar hverjar þvert á aðrar. Það mun hafa verið Björn Kristjánsson sem…

Müller (1997)

Hljómsveitin Müller starfaði að öllum líkindum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin lék á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara skólans í febrúar 1997 og gefnir voru út á plötunni Tún. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Kristjánsson (Borko), Kristján Guðjónsson, Einar Þór Gústafsson og Númi Þorkell Thomasson, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra félaga.

Björn Kristjánsson (1858-1939)

Björn Kristjánsson var öllu þekktari fyrir störf sín sem bankastjóri, kaupmaður, alþingismaður og ráðherra en sem tónlistarmaður, hann var þó að mörgu leyti í fararbroddi við útbreiðslu tónlistarmenntunar og -útbreiðslu hér á landi. Björn fæddist í Flóanum 1858, hann vann hefðbundin störf sem unglingur s.s. við sjómennsku og bústörf en barðist úr fátækt til æðstu…