Fressmenn [1] (1991-92)
Fressmenn voru nokkuð áberandi í blúsvakningu þeirri sem herjaði á landið um og eftir 1990. Sveitin starfaði veturinn 1991-92 og að minnsta kosti fram á mitt sumar. Svo virðist sem sveitin hafi eitthvað komið fram einnig árið 1994. Meðlimir Fressmanna voru þeir Kristján Már Hauksson munnhörpu- og gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Steinar Sigurðsson trommuleikar…

