Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Rísandi reðir (?)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Rísandi reði, aðrar en að einn meðlimur hennar var Björn Þór Jóhannsson (Óðfluga, Trassar o.fl.). Rísandi reðir var pönksveit.

Blöndustrokkarnir (1990)

Hljómsveitin Blöndustrokkarnir var starfrækt í Eiðaskóla 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Benedikt Páll Magnússon bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari (Sólstrandargæjarnir), Björn Þór Jóhannsson gítarleikari og Ester Jökulsdóttir söngkona. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.