Bless (1988-91)

Nýbylgjusveitin Bless var ein þeirra sem reyndu fyrir sér erlendis í kringum 1990 en sveitin sendi frá sér tvær plötur á þeim þremur árum sem hún starfaði. Hægt er að beintengja sögu Bless við sögu S.h.draums og segja mætti jafnvel að um sömu sveit væri að ræða. S.h.draumur hafði verið skipaður þeim Gunnari L. Hjálmarssyni…

S.h. draumur (1982-88)

Hljómsveitin S.h. draumur (Svarthvítur draumur) starfaði um sex ára skeið, mestan þann tíma neðanjarðar með lítinn en tryggan aðdáendahóp en varð líkt og Ham, þekktari eftir andlát sitt og fékk á sig goðsagnakenndan stimpil með almennari vinsældum síðar meir. Tilurð sveitarinnar má rekja til þess að í Kópavogi hafði Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni) starfrækt…