Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…

Blue note [félagsskapur] (1969-70)

Mikil blúsvakning var í kringum 1970 og spruttu víðast hvar upp blúshljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum hérlendis. Blúsáhugamannaklúbburinn Blue note var stofnaður mitt í þessari vakningu og starfaði í rúmlega ár, hann hafði aðsetur í Klúbbnum við Lækjarteig (nú Cabin hótel við Borgartún) og þar voru haldin blúskvöld þar sem hinar og þessar hljómsveitir…