Halldór Bragason (1956-2024)

Óhætt er að segja með fullri virðingu fyrir bestu gítarleikurum landsins að Halldór Bragason sé gítar- og blúsgoðsögn hér á landi en hann vann að því hörðum höndum lengi vel að kynna blústónlistina og vinna að vexti og viðgangi hennar með spilamennsku og öðrum hætti. Hann starfrækti hljómsveit sína Vini Dóra í áratugi, kom að…

Blúsmenn Andreu í Bæjarbíói

Nú halda Blúsmenn í Hafnarfjörð og halda tónleika í hinu frábæra tónleikahúsi, Bæjarbíói við Strandgötu, föstudagskvöldið 20. apríl. Hljómsveitin Blúsmenn Andreu, með söngkonuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar, hefur starfað frá árinu 1989. Sveitin er skipuð einvalaliði en auk Andreu skipa sveitina þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Rúnarsson á orgel, Jóhann Hjörleifsson á trommur…

Blúshátíð í Reykjavík 2017

Blúshátíð í Reykjavík (Reykjavik blues festival) er framundan en hún fer fram í aðdraganda páskanna, 8.-13. apríl nk. Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Það verður dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleikana. Þar getur allt gerst. Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 8. apríl…

Blúsmenn Andreu á Café Rosenberg

Mánudagskvöldið 2. mars næstkomandi verða Blúsmenn Andreu með blúskvöld á Café Rosenberg Klapparstíg 27. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og eru allir hvattir til að mæta, og umfram allt að taka einhvern með sem ekki hefur farið áður á blúskvöld á Café Rosenberg. Mánudagskvöld eru kjörin fyrir blús.