The Icelandic all star (1955)

Nafnlaus hljómsveit sem síðar hlaut nafnið The Icelandic all star var sett saman fyrir jam session í Breiðfirðingabúð snemma árs 1955 en sveitina skipuðu þeir Gunnar Ormslev saxófónleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Kristján Magnússon píanóleikari, Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari og Bob Grauso trommuleikari. Sá síðast taldi var Bandaríkjamaður sem dvaldi um tíma á Keflavíkurflugvelli og að…

Tríó Ólafs Stephensen (1989-2005)

Píanóleikarinn Ólafur Stephensen rak um árabil djasstríó en auk hans voru í því Guðmundur R. Einarsson trommuleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari. Tríóið var sett á laggirnar í lok níunda áratugarins og naut strax nokkurra vinsælda sem jukust síðan jafnt og þétt. Þeir félagar höfðu yfrið nóg að gera og fengu jafnvel verkefni erlendis, fyrst…