Hinir borgfirsku geimgrísir (1990-91)

Hljómsveit sem bar heitið Hinir borgfirsku geimgrísir starfaði í Bakkagerði (Borgarfirði eystra) um og upp úr 1990 og skartaði m.a. söngvaranum og gítarleikaranum Magna Ásgeirssyni, síðar landsþekktum söngvara. Hinir borgfirsku geimgrísir hétu fyrst um sinn Pigs in space eftir samnefndri „sápuóperu“ úr Prúðuleikurunum (The Muppets show) en nafni sveitarinnar var fljótlega breytt. Sveitin lék eitthvað…

Helgi Eyjólfsson (1925-2008)

Helgi Eyjólfsson var vel þekktur harmonikkuleikari sem bjó og starfaði mest alla sína tíð á Borgarfirði eystri og nágrenni. Helgi fæddist árið 1925 að Bjargi í Borgarfirði eystri og komst í tæri við tónlistargyðjuna strax á unga aldri en hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist, hans aðal hljóðfæri var harmonikkan en hann hafði þó…

Hið borgfirska heimabrugg (1984-89)

Hljómsveitin Hið borgfirska heimabrugg (einnig nefnd Heimabrugg) var starfrækt í Bakkagerði á Borgarfirði eystra um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék á þeim tíma á flestum skemmtunum og dansleikjum í heimaþorpinu en einnig á þorrablótum og öðrum skemmtunum á Fljótsdalshéraði og víðar á Austfjörðum. Sveitina skipuðu þeir Ólafur Arngrímsson hljómborðsleikari og…

SHAPE (1994-99)

Hljómsveitin SHAPE starfaði austur á fjörðum í lok síðustu aldar, naut þar nokkurrar hylli og sendi meira að segja frá sér plötu en hætti störfum þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar gekk til liðs við sveitaballasveit að sunnan. SHAPE (sem ku vera skammstöfun og standa fyrir Supreme headquarters allies powers Europe) var rokksveit stofnuð 1994 og…

Bakkus [1] (1985-86)

Hljómsveit sem bar nafnið Bakkus lék á áramótadansleik í Bakkagerði (Borgarfirði eystra) um áramótin 1985/86, og var í fjölmiðlum sögð vera heimasveit. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar og því væru allar þess konar upplýsingar vel þegnar.