Skörungur [1] (1998)

Söngkvartett var starfandi innan Breiðfirðingafélagsins haustið 1998 og kom þá fram á skemmtun tengdri 60 ára afmæli félagsins, að öllum líkindum voru meðlimir hans í Breiðfirðingakórnum. Svo virðist sem þessi kvartett hafi verið skammlífur en frekari upplýsingar má senda Glatkistunni.

Breiðfirðingabúð [tónlistartengdur staður] (1946-69 / 1990-)

Breiðfirðingabúð (hin fyrri) er meðal þekktustu dansleikjahúsa íslenskrar tónlistarsögu en þar léku vinsælustu hljómsveitir landsins hverju sinni á böllum sem margir komnir á efri ár muna vel. Það var Breiðfirðingafélagið í Reykjavík, átthagafélag Breiðfirðinga (stofnað í lok árs 1938), sem hafði frá stofnun séð nauðsyn þess að hafa eigið húsnæði til ráðstöfunar enda náði félagssvæði…