Combó Kalla Matt (um 1972)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum árið 1972 innan veggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, undir nafninu Combó Kalla Matt. Fyrir liggur að meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Júlíus Agnarsson og Karl V. Matthíasson (síðar prestur) en sveitin var kennd við þann síðar nefnda. Upplýsingar vantar hins vegar um aðra meðlimi hennar.

Júlíus Agnarsson (1953-2013)

Júlíus Agnarsson kom víða við í tónlist, allt frá því að leika á gítar hljómsveitum og fást við lagasmíðar til hljóðupptaka og hljóðstjórnunar. Júlíus fæddist í Reykjavík 1953 og var alla tíð miðborgarbarn. Á unglingsárum lék hann á gítar í hljómsveitum á borð við Terso og Combói Kalla Matt [sr. Karls Matthíassonar] og síðar í…