Barbie (1987)

Barbie (Barbí) var skammlíf hljómsveit sem starfaði sumarið 1987. Þrír meðlima sveitarinnar komu úr De Vunderfoolz, þeir Hlynur Höskuldsson bassaleikari, Úlfar Úlfarsson trommuleikari og Magnús Jónsson hljómborðsleikari, en Árni Kristjánsson gítarleikari (úr Vonbrigðum) og Hjálmar Hjálmarsson söngvari (síðar leikari o.fl.) voru hinir tveir meðlimir sveitarinnar.

De Vunderfoolz (1986)

De Vunderfoolz (stundum einnig nefnd Mickey Dean and the Vunderfoolz) starfaði sumarið 1986, ætlaði sér stóra hluti en lognaðist út af áður en nokkuð gerðist í þeirra málum. Nokkrir meðlimir hljómsveitarinnar áttu eftir að gera garðinn frægan með öðrum sveitum síðar. Sveitin var stofnuð vorið 1986 og allan tímann voru meðlimir sveitarinnar parið Mike Pollock…