Marteinn H. Friðriksson (1939-2010)

Marteinn Hunger Friðriksson skipar stóran sess í íslensku tónlistarlífi og kom að mörgum hliðum þess, fyrst í Vestmannaeyjum og síðan í Reykjavík. Hans er fyrst og fremst minnst sem stjórnanda Dómkórsins og organista Dómkirkjunnar en hann stýrði fleiri kórum og hljómsveitum einnig, kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík um árabil, lék á tónleikum, hélt utan um…

Ólafur Elíasson leikur Bach í Dómkirkjunni

  Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld milli klukkan 20:30 og 21:00. Aðgangur að viðburðunum er ókeypis. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi  en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann…

Arctic Light Quartet í Dómkirkjunni í kvöld

Arctic Light Quartet flytur íslensk sönglög og þjóðlög útsett fyrir strengjakvartett, á tónleikum í Dómkirkjunni í kvöld, mánudaginn 15. júní. Á efnisskránni verður m.a. að finna lög eftir Gunnar Þórðarson, Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Þórarin Guðmundsson, Hörð Torfason og Jón Jónsson. Arctic Light Quartet skipa Martin Frewer fiðluleikari, sem jafnframt hefur útsett lögin,  Ágústa María Jónsdóttir…

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í þrítugasta og annað skiptið en þeir hafa verið á dagskrá kórsins samfleytt frá árinu 1982. Dagskráin hófst í gær, 2. nóvember með hátíðarmessu í Dómkirkjunni og með tónleikum í Neskirkju um kvöldið þar sem Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar flutti Requiem eftir franska tónskáldið G. Fauré, einsöngvarar voru Fjölnir…