Draumsýn [1] (1977)

Afar litlar upplýsingar liggja fyrir um ballhljómsveitina Draumsýn sem starfaði að minnsta kosti 1977. Michael Clausen gítarleikari [?] og Erling Kristmundsson trommuleikari [?] voru þó meðal sveitarliða en þeir störfuðu síðar saman í hljómsveitinni Basil fursta. Lesendur mega fylla inn í eyðurnar um Draumsýn ef þeir hafa frekari upplýsingar um hana.

Draumsýn [2] (1977-79)

Hljómsveitin Draumsýn starfaði í Réttarholtsskóla í tvo vetur, að öllum líkindum 1977-79, og innihélt tvo fræga einstaklinga. Meðlimir Draumsýnar voru Björk Guðmundsdóttir söngkona og þverflautuleikari, Gunnlaugur Helgason trommuleikari og síðar útvarpsmaður, Einar Sigurðsson bassaleikari og Eyjólfur Alfreðsson síðar fiðluleikari en lék líklega á gítar í þessari sveit. Þótt Draumsýn yrði ekki þekkt utan skólans náði…