Hljómsveitakeppni RÚVAK og Menor [tónlistarviðburður] (1987)

Vorið 1987 stóðu Ríkisútvarpið á Akureyri (RÚVAK) og Menningarsamtök Norðurlands (Menor) fyrir hljómsveitakeppni en keppnin fór fram í svæðisútvarpinu á Akureyri, liðsmenn hljómsveitanna máttu ekki vera eldri en 25 ára og sendi hver sveit inn eitt lag í keppnina. Keppnissveitirnar voru fjórar talsins og voru lög þeirra flutt í útvarpinu auk þess sem viðtölum við…

Drykkir innbyrðis (1986-89)

Akureyska hljómsveitin Drykkir innbyrðis starfaði á árunum 1986 til 1989 en frægðarsól hennar reis hæst þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna vorið 1986, þá einungis nokkurra mánaða gömul. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Viðar Garðarsson bassaleikari, Eiríkur S. Jóhannsson gítarleikari, Rúnar Friðriksson söngvari (Jötunuxar, Sixties), Ingvi R. Ingvason trommuleikari og Haukur Eiríksson hljómborðsleikari. Eftir Músíktilraunaævintýrið…