E.J. bandið (1996)

E.J. bandið var pöbbaband starfandi 1996 en það var samstarf Einars Jónssonar söngvara og gítarleikara og Færeyingsins Jens Tummas Næss söngvara og bassaleikara. Einar hafði áður starfað með Torfa Ólafssyni undir nafninu E.T. bandið. Þeir félagar störfuðu líkast til í stuttan tíma og höfðu með sér trommuheila til uppfyllingar.

E.T. Bandið (1990-95)

E.T. bandið (ET bandið) lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar á árunum 1990-95, mest þó síðari hluta tímabilsins. Um var að ræða dúett þeirra Einars Jónssonar og Torfa Ólafssonar og léku þeir og sungu á gítar og hljómborð, stundum höfðu þeir gestasöngvara meðferðis en þar má nefna þau Bjarna Arason og Önnu Vilhjálms, svo einhver…