Flood (2000)

Hljómsveitin Flood starfaði um aldamótin og lék þá melódískt kristilegt rokk. Engar upplýsingar er að finna um hvenær Flood var stofnuð en fyrstu heimildir er að finna um sveitina þegar hún lék á samkomu sem haldin var í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu sumarið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni…

Godzpeed (2000-03)

Hljómsveitin Godzpeed (Godspeed) var starfrækt um þriggja ára skeið laust eftir aldamótin innan hvítasunnusafnaðarins, sveit lék poppað og melódískt rokk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni Öder Kristinsson bassaleikari, Björn Ólafsson trommuleikari, Símon Hjaltason gítarleikari og Styrmir Hafliðason gítarleikari. Sveitin lék mestmegnis í kirkjustarfi hvítasunnusafnaðarins en einnig á rokktónleikum ásamt fleiri…

Gleðigjafar [4] (2004-09)

Óskað er eftir upplýsingum um Gleðigjafa, hljómsveit sem starfaði innan sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju og mun hafa verið skipuð leiðtogum skólans. Fyrir liggur að sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 2004 til 09 og að Edgar Smári Atlason söng oft með henni, en annað er óljóst um Gleðigjafana, s.s. hverjir skipuðu sveitina, hversu lengi hún starfaði…