Hálf sex (1975-81)

Litlar upplýsingar er að finna um danshljómsveit sem starfaði undir nafninu Hálf sex, líkast til á Kirkjubæjarklaustri eða þar í kring um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda. Hálf sex var líklega stofnuð árið 1975 og spilaði nokkuð næstu árin en virðist svo hafa verið endurvakin árið 1981…

Baggabandið [3] (1993-95)

Hljómsveitin Baggabandið starfaði á Kirkjubæjarklaustri á tíunda áratug síðustu aldar og mun hafa leikið á böllum eystra. Upplýsingar um sveitina eru takmarkaðar, ekki liggur t.d. fyrir um hvenær hún var stofnuð en haustið 1993 gekk Eyþór Rafn Gissurarson gítarleikari til liðs við hana, hann tók við af Guðna Má Sveinssyni en aðrir meðlimir Baggabandsins voru…

Tópas (1968-70)

Ekki er alveg ljóst nákvæmlega hvenær hljómsveitin Tópas á Kirkjubæjarklaustri starfaði en það var hugsanlega á löngu tímabili, og jafnvel með hléum, staðfest er þó að hún var starfandi að minnsta kosti á árunum 1968-70.. Meðlimir sveitarinnar á fyrrgreindum tíma voru hljómsveitarstjórinn Bjarni Jón Matthíasson bassa- og sólógítarleikari, Pálmi Sveinsson gítar- og bassaleikari, Gunnar Þór…