ÞÆÖ-40 (1991)

Tríóið ÞÆÖ-40 var starfrækt við Menntaskólann á Akureyri haustið 1991 að minnsta kosti. Litlar heimildir er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar hétu Einar Hafberg (Grétar á gröfunni o.fl.), Frosti Jónsson og Ási [?]. Svo virðist sem sveitin hafi spilað einhvers konar tölvuskotna danstónlist. Nánari upplýsingar óskast um ÞÆÖ-40.

Grétar á gröfunni (1988-92)

Flateyska hljómsveitin Grétar á gröfunni hélt uppi stuðinu á heimaslóðum í kringum 1990 en sveitin var stofnuð nokkuð fyrr, hugsanlega 1988. Hún starfaði líklega til 1992 hið minnsta en var endurvakin 2002. Meðlimir hennar 1990 voru Einar Hafberg, Trausti Bjarnason, Jón Svanberg Hjartarson, Steinþór Kristjánsson og Ragnar Gunnarsson. Ekki liggur fyrir hverjir spiluðu á hvaða hljóðfæri,…