Hippabandið [2] (2000-12)

Hippabandið var hugarfóstur Vestmanneyinganna Helgu Jónsdóttur og Arnórs Hermannssonar, og varð til í kringum hippastemmingu sem myndaðist í Eyjum eftir aldamótin. Hippabandið var stofnað árið 2000 og var ekki áberandi framan af en þegar þau Helga og Arnór höfðu hleypt af stokkunum hippahátíð í Vestamannaeyjum í fyrsta sinn vorið 2002 varð sveitin sýnilegri. Ekki liggur…

Þögnin [2] (1969)

Hljómsveitin Þögnin starfaði í Vestmannaeyjum 1969 og líklega lengur, og var skipuð ungum meðlimum á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Meðlimir Þagnarinnar voru Sigurjón Ingi Ingólfsson gítarleikari, Einar Hallgrímsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Jóhann Olgeirsson hljómborðsleikari, Valþór Sigþórsson trommuleikari og Kristinn (Diddi) Jónsson bassaleikari. Sól sveitarinnar mun hafa risið hvað hæst þegar hún var meðal…

Umbrot (1973-74)

Hljómsveitin Umbrot starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, nánar tiltekið eftir gos en nafn sveitarinnar á sér einmitt skírskotun til Vestmannaeyjagossins 1973. Meðlimir Umbrots voru Einar Hallgrímsson gítarleikari, Bjartmar Guðlaugsson trommuleikari, Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari [?] og Friðrik Gíslason bassaleikari [?]. Þegar Bjartmar hætti í sveitinni tók Einar sæti hans við trommusettið en…