Freddy and the fighters (1977)

Freddy and the fighters var ekki starfandi hljómsveit heldur einkaflipp nokkurra menntaskólanema úr MH árið 1977. Forsprakki hópsins var Björn Roth sem er af hinni kunnu Roth-listamannaætt en fyrir hans tilstilli höfðu þeir félagar aðgang að hljóðveri Roth-fjölskyldunnar á bænum Bala í Mosfellssveit þar sem þeir tóku upp sextán laga breiðskífu undir titlinum Freddy and…

Gaukarnir (1981-83)

Hljómsveitin Gaukarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var stofnuð 1981 og gekk fyrst um sinn undir nafninu Hinir einmana Gaukar. Sveitin var kvartett framan af, það voru bræðurnir Einar Hrafnsson bassaleikari og Haraldur Hrafnsson trommuleikari, og Ásgeir Sverrisson gítarleikari og Egill Helgason söngvari og harmonikkuleikari sem skipuðu…