Spilafífl (1980-82)

Hljómsveitin Spilafífl starfaði um tveggja ára skeið í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, og var hluti af pönk- og nýbylgjusenunni sem þá stóð sem hæst og kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin sendi frá sér eina smáskífu en hvarf svo af sjónarsviðinu. Spilafífl var líklega stofnuð haustið 1980 og voru meðlimir hennar í…

Sem innfæddir (1983)

Sem innfæddir var dúett þeirra Einars Kr. Pálssonar bassaleikara (Jonee Jonee, Haugur o.fl.) og Kristjáns E. Gíslasonar gítarleikara (Box, Freðmýrarflokkurinn o.fl.) sem settur var saman fyrir eina tónleika í Nýlistasafninu við Vatnsstíg vorið 1983. Ekki varð framhald á samstarfi þeirra.