Kims (1968-69)

Hljómsveitin Kims starfaði í Garðahreppi á tímum bítla og hippa. Sveitin tók m.a. þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1968. Ekki liggur fyrir hvernig henni reiddi af þar en veturinn eftur, 1968-69, lék hún í nokkur skipti í Búðinni (Breiðfirðingabúð). Meðlimir Kims voru Ægir Ómar Hraundal söngvari og gítarleikari, Þorsteinn Hraundal…

Eilab (1995)

Eilab var ekki eiginleg hljómsveit heldur aukasjálf Eiríks Rafns Magnússonar járnsmiðs, sem fékk liðsmenn hljómsveitarinnar Eikar (sem þá voru staddir í hljóðveri) til að leika tvö lög eftir sig sem síðan rötuðu inn á safnplötuna Sándkurl II árið 1995. Sjálfur söng hann undir í lögunum tveimur. Ekki liggur fyrir hvort meira hefur verið gefið út…