Afmælisbörn 7. október 2025

Á þessum degi eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og níu ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Húnarnir [2] (2014)

Hljómsveit sem bar nafnið Húnarnir starfaði sumarið 2014 og var hugsanlega sett sérstaklega saman fyrir ferð Íslenska vitafélagsins til Noregs á norræna strandmenningarhátíð en sveitin kynnti þar íslenska tónlist í tengslum við strandmenningu. Svo virðist sem sveitin hafi einvörðungu starfað í kringum þessa hátíð en verið lögð niður að henni lokinni. Húnana skipuðu þau Snorri…

Hringir [1] (1989-2017)

Hljómsveitin Hringir (einnig oft nefnd sýrupolkahljómsveitin Hringir) starfaði um nokkurra áratuga skeið frá því á síðustu öld og fram á þessa, og reyndar er ekki alveg ljóst hvort sveitin sé lífs eða liðin. Hún hefur starfað með hléum og þegar þetta er ritað virðist sem hún hafi síðast komið fram opinberlega árið 2017, hins vegar…

Hópreið lemúranna (2008-10)

Hljómsveitin eða tónlistarhópurinn Hópreið lemúranna var sett saman upphaflega fyrir einn viðburð, dagskrá í minningu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar (1955-98) haustið 2008 en tíu ár voru þá liðin frá andláti hans og um sama leyti kom út heildarsafn ljóða hans – Óður eilífðar. Dagskráin fór fram í Iðnó og þar flutti Hópreið lemúranna ásamt Kór byltingarinnar…

Hundur í óskilum (1994-)

Norðlenski dúettinn Hundur í óskilum á sér nokkuð langa sögu og flókna enda gengið undir ýmsum nöfnum. Að öllum líkindum var um að ræða tríó í upphafi, stofnað 1994 og gekk þá undir nafninu Valva og drengirnir en það skipuðu þá þau Guðríður Valva Gísladóttir flautuleikari, Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson en þeir tveir síðarnefndu…