Stúlknakór Eyfellinga (2000-01)

Stúlknakór Eyfellinga var starfræktur um síðustu aldamót, kórinn sem skipaður var stúlkum á grunnskólaaldri söng á skemmtun um haustið 2000 og má reikna með að hann hafi því verið starfandi veturinn 2000 til 2001. Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir var stjórnandi kórsins en hann mun hafa verið starfandi í grunnskóla hreppsins. Óskað er eftir frekari upplýsingum um…

Fjallasveinar (?)

Fjallasveinar var lítill kór eða tvöfaldur kvartett sem starfaði í Vestur-Eyjafjallahreppi fyrir margt löngu, hugsanlega í kringum 1960. Á einhverjum tímapunkti skipuðu hópinn þeir Leifur Einarsson, Baldur Ólafsson, Vigfús Sigurðsson, Eysteinn Einarsson, Ólafur [?], Jóhann Bergur Sveinsson, Bjarni Böðvarsson og Magnús Sigurjónsson Kórinn söng á skemmtunum í hreppnum um árabil en ekki liggur fyrir hversu…

Karlakór Eyfellinga [1] (1939)

Karlakór Eyfellinga starfaði í Eyjafjallahreppi árið 1939 en engar upplýsingar er að finna um hann, hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.