Samkór Öngulsstaðahrepps (1970-73)

Blandaður kór var starfræktur í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði á árunum 1970 til 1973 undir nafninu Samkór Öngulsstaðahrepps. Kórinn var stofnaður sumarið 1970 og söng hann þá fyrst opinberlega á bændahátíð í félagsheimilinu Freyvangi undir stjórn söngstjórans Guðmundar Þorsteinssonar en hann stjórnaði kórnum á þeim þremur árum sem hann virðist hafa starfað. Reyndar fór almennt ekki…

Söngfélagið Baldur (1918)

Karlakór sem bar nafnið Söngfélagið Baldur starfaði að öllum líkindum í Eyjafirði en hann söng á skemmtisamkomu á Grund í Eyjafirði á vegum ungmennafélagsins Framtíðarinnar vorið 1918. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og því biðlað til lesenda Glatkistunnar um þær s.s. starfstíma, söngstjóra og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Mánakórinn [1] (1990-97)

Mánakórinn var blandaður kór sem starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið. Kórinn var stofnaður haustið 1990 og var fyrsti stjórnandi kórsins Michael A. Jacques, Gordon Jack tók fljótlega við af honum en Michael Jón Clarke var síðan kórstjóri frá 1994 og þar til hann hætti störfum um áramótin 1997-98. Mánakórinn var yfirleitt skipaður um…

Bændakór Eyfirðinga (1963)

Skammlífur kór bænda undir heitinu Bændakór Eyfirðinga söng undir stjórn kórstjórans Sigríðar Schiöth sumarið 1963, ekki liggur þó fyrir hversu lengi hann starfaði. Allar frekari upplýsingar um þennan kór má senda Glatkistunni.

Samkórinn Þristur (1977-87)

Samkórinn Þristur starfaði í þremur hreppum í Eyjafirðinum á síðustu öld en kórinn söng einkum á tónleikum á heimaslóðum. Kórinn var stofnaður 1977 og tók til starfa þá um haustið, svo virðist sem hann hafi einungis verið starfandi yfir vetrartímann og á vorin hélt hann árlega tónleika í félagsheimilinu Freyvangi en það var eins konar…