Stykk (1975-2000)

Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi starfaði í áratugi og lék á dansleikjum í heimabyggð og miklu víðar, sveitin hafði frumsamda tónlist á takteinum og um það leyti sem hún fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli gaf hún út plötu. Stykk mun hafa verið stofnuð sumarið 1975 í Stykkishólmi en ein heimild segir reyndar að hún hafi…

Karnival (1991-95)

Hljómsveitin Karnival starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar. Sveitin spilaði einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, á árshátíðum og þess konar skemmtunum. Meðlimir Karnivals voru í upphafi Eyjólfur Gunnlaugsson bassaleikari, Jökull Úlfsson trommuleikari, Jens Einarsson söngvari og gítarleikari, Guðný Snorradóttir söngkona og Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari og söngvari. Sigurður Dagbjartsson gítarleikari kom inn í stað Jens…