Júnó kvintett (1964-66)

Júnó kvintett starfaði í Stykkishólmi á árunum 1964 til 1966, hugsanlega lengur. Júnó lék einkum á héraðsmótum á heimaslóðum og nágrenni en engar upplýsingar er að finna um skipan sveitarinnar. Eyþór Lárentsínusson söng með sveitinni og var hún þá stundum auglýst sem Júnó og Eyþór.

Egon (1955-67)

Hljómsveitin Egon (stundum nefnd Egon kvintett og síðar Egon og Eyþór) lífgaði upp á tónlistarlífið í Stykkishólmi um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var stofnuð 1955, meðlimir hennar höfðu allir fengið tónlistargrunn sinn úr Lúðrasveit Stykkishólms, og lék hún á dansleikjum, aðallega á Vesturlandi, framundir lok áratugarins. Sú útgáfa sveitarinnar var…