Félag harmonikuleikara í Reykjavík [félagsskapur] (1936-48)
Á árunum 1936-48 starfaði félagsskapur á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu Félag harmonikuleikara í Reykjavík, auk þess að vera hagsmunasamtök harmonikkuleikara stóð félagið fyrir dansleikjum og tónleikum. Félag harmonikuleikara í Reykjavík var stofnað haustið 1936 og voru stofnmeðlimir níu talsins. Fyrstu stjórnina skipuðu þeir Hafsteinn Ólafsson formaður, Guðmundur Bjarnleifsson ritari, Magnús Helgason gjaldkeri og Jón Ólafsson varaformaður.…