Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð (1983-2012)

Stór og öflug harmonikkusveit starfaði um árabil beggja megin aldamótanna innan Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og lék bæði á tónleikum, dansleikjum og öðrum skemmtunum innan og utan félagsstarfsins, sveitin fór jafnvel utan til spilamennsku. Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð var stofnuð fljótlega eftir að félagsskapurinn var settur á laggirnar haustið 1980 en sveitarinnar er fyrst…

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð hefur verið starfandi fyrir norðan síðan 1980 og hefur lifað lengstum ágætu lífi með tilheyrandi félagsstarfi, dansleikjum og spilamennsku. Það var Karl Jónatansson harmonikkuleikari sem hafði frumkvæðið að stofnun félagsins en hann hafði staðið að stofnun Félags harmonikuunnenda í Reykjavík fáeinum árum fyrr. Karl hafði flutt norður og fékkst við harmonikkukennslu…