Hafliði Jónsson (1918-2014)

Hafliði Jónsson píanóleikari er sjálfsagt meðal þeirra tónlistarmanna sem hvað lengstan tónlistarferil hefur átt en hann lék opinberlega með hljómsveitum og sem undirleikari og píanóleikari frá því um 17 ára aldur og nánast fram í andlátið en hann lést rétt tæplega 96 ára gamall, þá var hann öflugur félagsmaður í FÍH og var í þeim…

Fjörunginn [tónlistarviðburður] (1996-97)

Hljómsveitakeppnin Fjörunginn var haldin tvívegis af Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), árin 1996 og 97, keppnin átti að vera sambærileg Músíktilraunum en með eldri þátttakendum. Hljómsveitirnar áttu að flytja þrjú frumsamin lög og að auki sína útgáfu af laginu Lóa litla á Brú (flutt af Hauki Morthens 1958). Í fyrra skiptið var Fjörunginn haldinn á skemmtistaðnum…

Björgunarsveitin (1981)

Hljómsveit sem bar nafnið Björgunarsveitin starfaði í skamman tíma árið 1981 og lék þá á tónleikum sem bar yfirskriftina Vinir og vandamenn, og voru til styrktar MS-sjúklingum. Björgunarsveitin var hópur nokkurra nemenda Tónlistarskóla FÍH sem hafði verið settur saman og leikið undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og Karls J. Sighvatssonar en ekki liggur fyrir hverjir meðlimir…

Tónamál [fjölmiðill] (1970-98)

Tímaritið Tónamál kom út um árabil, reyndar óreglulega en alls komu út nítján tölublöð af blaðinu frá árinu 1970, síðasta tölublaðið kom að öllum líkindum út 1998. Það var Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem stóð fyrir útgáfu tímaritsins en nafn þess (Tónamál) mun hafa komið frá Ólafi Gauki Þórhallssyni. Framan af (til ársins 1975) var…