Flautaþyrlarnir [2] (1998)

Árið 1998 starfrækti Herdís Hallvarðsdóttir (Grýlurnar, Islandica o.fl.) hljómsveit sem bar heitið Flautaþyrlarnir en sú sveit var líklega starfandi innan Fíladelfíusafnaðarins og flutti því trúarlegt efni, sveitin mun einnig hafa flutt efni á tónleikum sem Herdís hafði þá nýverið sent frá sér á sólóplötunni Það sem augað ekki sér. Meðlimir sveitarinnar auk Herdísar sem lék…

Fíladelfíukórinn í Reykjavík (1950-98)

Fíladelfíukórinn í Reykjavík starfaði innan Fíladelfíusafnaðar Hvítasunnukirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu en söfnuðurinn hefur starfað síðan 1936. Kórinn sendi frá sér nokkrar plötur sem innihélt tónlist með kristilegum boðskap. Ekki liggur alveg fyrir nákvæmlega hvenær Fíladelfíukórinn var stofnaður eða hversu lengi hann starfaði en óformlegar æfingar munu hafa hafist árið 1950 þegar Árni Arinbjarnarson hóf að æfa…