Fjörkallar [1] (1985-86)

Á Akureyri starfaði hljómsveit tónlistarmanna á grunnskóla- og menntaskólaaldri undir nafninu Fjörkallar um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir Fjörkalla voru þeir Árni Hermannsson [gítarleikari?], Svanur Valgeirsson [?], Torfi Halldórsson [?], Stefán Gunnarsson [bassaleikari?] og Atli Örvarsson [hljómborðsleikari?]. Fjörkallar störfuðu að minnsta kosti á árunum 1985 og 86 en margt er óljóst varðandi sögu sveitarinnar,…

Fjörkallar [2] (1988-89)

Hljómsveitin Fjörkallar úr Breiðholtinu kom með heilmiklu írafári fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var nokkuð áberandi í gleðipoppdeildinni næstu tvö sumur en hvarf svo án þess að senda frá sér sumarsmell sem hefði ekki verið óvænt miðað við umfang og vinsældir sveitarinnar en hún hafði eitthvað af frumsömdu efni á takteinum. Það voru þeir…