Hýjaglýjur og hýjalín (1983)

Hljómsveit með það undarlega nafn Hýjaglýjur & hýjalín starfaði haustið 1983 og lék þá á tónleikum sem haldnir voru í Flensborgarskóla í Hafnarfirði ásamt fleiri hljómsveitum – af því má álykta að sveitin hafi verið úr Firðinum og líklega starfað innan veggja skólans. Og hvað nafn sveitarinnar varðar, þá er ekki ólíklegt að einhver ruglingur…

Skólahljómsveitir Flensborgarskóla (um 1960-)

Innan Flensborgarskóla í Hafnarfirði hafa eins og víðast annars staðar verið starfandi hljómsveitir nemenda, ýmist í nafni skólans eða bara innan hans. Að minnsta kosti einu sinni hefur gefin út plata með úrvali tónlistar í tengslum við árshátíð skólans og einnig hefur komið út safnplata með bílskúrshljómsveitum sem gefin var út af skólablaði Flensborgar Skólahljómsveit…

Skoffín [1] (1995-96)

Hljómsveitin Skoffín starfaði í Hafnarfirði seint á síðustu öld, líklegast innan Flensborgarskóla en sveitin átti tvö lög á safnplötunni Drepnir árið 1996. Skoffín hafði verið stofnuð 1995 og voru meðlimir hennar Darri Gunnarsson gítarleikari og söngvari, Kjartan O. Ingvason gítarleikari og söngvari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari og Björn Viktorsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir neinar…

Gáfnaljósin [1] (1987)

Hljómsveitin Gáfnaljósin var stofnuð í Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1987. Meðlimir Gáfnaljósanna voru Örn Arnarsson söngvari og gítarleikari, Rúnar Óskarsson söngvari og gítarleikari, S. Björn Blöndal bassaleikari, Örn Hrafnkelsson söngvari og Óttarr Proppé söngvari og básúnuleikari. Flestir meðlimir sveitarinnar tengdust leiklistarklúbbi skólans sem setti upp leikritið Rómanoff og Júlía eftir Peter Ustinov þetta sama ár.…