Sigurjón Axelsson (1973-91)

Sigurjón Axelsson var ungur og efnilegur tónlistarmaður sem starfaði með nokkrum hljómsveitum og hafði vakið nokkra athygli sem slíkur áður en hann féll fyrir eigin hendi aðeins átján ára gamall. Sigurjón var fæddur 1973 og hafði á unga aldri lært bæði á flautu og píanó áður en hann eignaðist gítar og hóf þá gítarnám einnig.…

Flintstone (1990)

Flintstone var aukasjálf Sigurjóns Axelssonar en hann flutti lag undir því nafni á safnsnældunni Strump, sem kom út síðla árs 1990. Sigurjón lék á gítar og söng á þeirri safnútgáfu, hann kom líklega aldrei fram opinberlega undir Flintstone nafninu en var í hljómsveit um svipað leyti sem bar heitið Flintstones.