Fónar [1] (1965-66)

Hljómsveit starfaði í fáeina mánuði (eftir því sem best verður komið) í Vogaskóla veturinn 1965-66 undir nafninu Fónar. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti en meðal meðlima hennar voru þeir Tómas M. Tómasson gítarleikari (síðar Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.m.fl.) og Friðrik Þór Friðriksson (síðar kvikmyndagerðarmaður) sem lék líklega bæði á gítar og hristur. Síðar…

Fónar [2] (1964-66)

Í Neskaupstað starfaði hljómsveit um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Fónar en þetta mun hafa verið bítlasveit og sú fyrsta sinnar tegundar í bænum – og hugsanlega á öllum Austfjörðum. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1964 til 66 en að öðru leyti er ekki vitað hversu lengi hún starfaði, það…