Föss (1993)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Föss og mun hafa innihaldið m.a. þá Georg Hólm bassaleikara og Ágúst Ævar Gunnarsson trommuleikara sem síðar urðu meðlimir Sigur rósar sem var stofnuð 1994, hér er því giskað á að Föss hafi verið starfandi um 1993. Óskað er eftir nánari upplýsingum um starfstíma Föss, auk upplýsinga um aðra meðlimi…

Foss (1983-84)

Hljómsveitin Foss birtist haustið 1983 en hún hafði þá verið stofnuð upp úr tveimur öðrum sveitum, það voru þeir Ágúst Ragnarsson söngvari, hljómborðs- og gítarleikari og Jón Ólafsson bassaleikari sem komu úr Start en Ólafur J. Kolbeinsson trommuleikari og Axel Einarsson gítarleikari úr hljómsveitinni Swiss. Sveitin fór hratt af stað og fáeinum vikum eftur stofnun…