Fresh [2] (1997)
Hljómsveit að nafni Fresh starfaði á Akranesi innan Fjölbrautaskóla Vesturlands, og tók haustið 1997 þátt í tónlistarkeppni nemendafélags skólans sem það árið gekk undir nafninu Frostrokk 1997. Sveitin sigraði þá keppni og átti í kjölfarið tvö lög á safnplötunni Frostrokk 1997, sem gefin var út á vegum nemendafélagsins vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þau Óli…

