Afmælisbörn 22. janúar 2023

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést fyrr á þessu ári, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í…

Spoon (1992-96)

Hljómsveitin Spoon vakti verðskuldaða athygli um miðbik tíunda áratugarins en sveitin sendi þá frá sér plötu og náðu tvö lög hennar miklum vinsældum. Spoon kom jafnframt söngkonunni Emilíönu Torrini á kortið og flestir þekkja feril hennar eftir það. Spoon hafði verið stofnuð 1992 og átti sér rætur í samspili hjá Stefáni Hjörleifssyni í FÍH tónlistarskólanum,…

Saffó (1987)

Hljómsveitin Saffó (nefnd eftir grísku skáldkonunni Saffo) kom úr Garðabænum og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1987. Ekki komst sveitin áfram í úrslitin en meðlimir hennar voru Friðrik Júlíusson trommuleikari, Sigurður Jónsson söngvari og hljómborðsleikari, Ómar K. Jóhannesson gítarleikari og Bergur Geirsson bassaleikari (Buff o.fl.)

Siggi og SIM (2000)

Hljómsveit Siggi og SIM var starfandi árið 2000, SIM stendur fyrir Skóbúð Imeldu Marcos. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Örn Jónsson söngvari, gítar- og hljómborðsleikari, Bergþór Smári gítarleikari, Ingi S. Skúlason bassaleikari og Friðrik Júlíusson trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitinar.