PPPönk (1996-99)

Pönksveitin PPPönk úr Hafnarfirði starfaði um þriggja ára skeið, vakti nokkra athygli og náði að gefa út eina smáskífu. Sveitin var stofnuð vorið 1996 og einungis örfáum vikum síðar átti hún þrjú lög á hafnfirsku safnplötunni Drepnir. Eitt laganna, Surferboy fékk heilmikla spilun á útvarpsstöðinni X-inu og vakti athygli á sveitinni. Meðlimir PPPönks í upphafi…

Dallas (1995-96)

Hafnfirska hljómsveitin Dallas kom lítillega við sögu íslenskrar tónlistar 1995 og 96. Sveitin var stofnuð 1995, að öllum líkindum í Flensborgarskóla, og lék reglulega á tónleikum einkum í Hafnarfirði en einnig eitthvað í miðbæ Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hvort Dallas starfaði samfleytt en vorið 1996 kom út safnplatan Drepnir á vegum nemendafélags Flensborgarskóla með nokkrum…