Gabríellurnar (1974-75)
Söngtríóið Gabríellurnar var starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og 75, og kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum skólanum og utan hans. Upphaflega hét tríóið Utanskólasystur en á prógramminu þeirra var lag sem hét Gabriela, smám saman festist það nafn við þær. Tríóið skipuðu þær systur Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur, auk Jóhönnu V. Þórhallsdóttur…
