Gabríellurnar (1974-75)

Söngtríóið Gabríellurnar var starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og 75, og kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum skólanum og utan hans. Upphaflega hét tríóið Utanskólasystur en á prógramminu þeirra var lag sem hét Gabriela, smám saman festist það nafn við þær. Tríóið skipuðu þær systur Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur, auk Jóhönnu V. Þórhallsdóttur…

Grasrex (1974)

Hljómsveitin Grasrex starfaði 1974 og vann sér helst til frægðar að leika með söngtríóinu Gabríellunum á söngskemmtunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hvar sveitarmeðlimir voru í námi. Hópurinn kom oft fram undir nafninu Gabríellurnar og Grasrex, og síðar átti hluti hans eftir að sameinast í Diabolus in musica. Nafnið Grasrex mun upphaflega verið komið til fyrir…