Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (?)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri gæti hafa verið starfræktur nokkuð samfleytt um ríflega þrjátíu ára skeið en hann gæti einnig hafa starfað slitrótt, jafnvel einn og einn vetur með löngu millibili. Heimildir eru til um stúlknakór við Gagnfræðaskólann á Akureyri veturinn 1946-47 en sá kór söng við skólaslit skólans vorið 1947 undir stjórn söngkennarans Áskels Jónssonar,…

Skólakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (1960-88)

Margt er á huldu varðandi kórsöng nemenda við Gagnfræðaskólann á Akureyri en þessi umfjöllun miðast við að skólakór hafi verið starfandi við skólann nokkuð samfellt frá 1964 til 1988, þau ártöl eru þó engan veginn marktæk og nokkuð öruggt er að kórastarf var iðkað mun lengur við skólann en stofnunin var starfrækt undir því nafni…