Hljómsveit Friðriks Óskarssonar (1962-63)

Skólaárið 1962 til 63 var hljómsveit starfrækt innan Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja sem gekk undir nafninu Hljómsveit Friðriks Óskarssonar. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hljómsveitarstjórinn Friðrik Ingi Óskarsson rak síðar skipaafgreiðslu í Vestmannaeyjum en ekki liggja fyrir upplýsingar um á hvaða hljóðfæri hann lék eða aðrir liðsmenn sveitarinnar. Gunnar Finnbogason og Atli Ágústsson…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1961-62)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en stjórnandi kórsins og stofnandi var Guðni Þ. Guðmundsson (síðar organisti og kórstjóri) sem þá var sjálfur á unglingsaldri og nemandi við skólann. Hér er giskað á að kórinn hafi verið starfræktur veturinn 1961 til 62…

Skólakór Barna- og gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1946-2003)

Skólakórar voru starfræktir með reglulegu millibili í barna- og gagnfræðaskólunum í Vestmannaeyjum (aðallega þó barnaskólanum) en skólarnir höfðu verið starfandi þar lengi, barnaskólinn var með elstu skólum landsins og gagnfræðaskólinn hafði starfað frá 1930. Kórastarfið var þó langt frá því að vera með samfelldum hætti. Ekki er vitað fyrir vissu hvenær fyrst var starfræktur skólakór…