Hrægammarnir [2] (1983)

Hrægammarnir voru djasshljómsveit undir stjórn gítarleikarans Björns Thoroddsen, sem spilaði töluvert sumarið og haustið 1983 á stöðum eins og Stúdentakjallaranum og Djúpinu. Heilmiklar mannabreytingar urðu á sveitinni en hún var eins konar forveri eða jafnvel fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar Gamma sem síðar áttu m.a. eftir að gefa út nokkrar breiðskífur. Hrægammar voru í fyrstu útgáfu þarna…

Gammar [1] (1974-77)

Söngkvintett starfaði á Akureyri á árunum 1974 til 1977 undir nafninu Gammar. Gammarnir munu hafa komið fram opinberlega á nokkrum söngskemmtunum nyrðra áður en kvintettinn kom fram í sjónvarpsþætti síðsumars 1975. Þær sjónvarpsupptökur eru nú glataðar eins og svo margt frá upphafsárum Ríkissjónvarpsins en einhverjar upptökur frá æfingum hópsins hafa verið varðveittar. Annars sungu Gammar…

Gammar [2] (1982-94 / 2006-07)

Hljómsveitin Gammar starfaði í rúmlega áratug á síðari hluta síðustu aldar, hætti störfum en birtist svo aftur á nýrri öld. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur en tónlist hennar má skilgreina sem djass- eða bræðingstónlist. Það var gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem stofnaði Gamma árið 1982 og voru aðrir meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Hjörtur…