Leiðtogarnir (1989)

Sveit sem keppti í Músaíktilraunum 1989. Garðar Hinriksson var söngvari þessarar sveitar. Aðrir meðlimir voru Sigurður Ólafsson trommuleikari, Vilhjálmur Ólafsson bassaleikari og Sigurjón Alexandersson gítarleikari. Leiðtogarnir komu úr Reykjavík.

Siggi hennar Önnu (1992)

Reykvíska hljómsveitin Siggi hennar Önnu var starfandi 1990 og tók það árið þátt í Músíktilraunum. Sveitin var þar skipuð þeim Siggeiri Kolbeinssyni bassaleikara, Garðari Hinrikssyni söngvara, Bjarka Rafn Guðmundssyni trommuleikara, Þór Sigurðssyni hljómborðsleikara og Baldvini [?] gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.